Erlent

Valdheimildir lögreglu auknar í Frakklandi

Allt útlit er fyrir að franska þingið samþykki frumvarp um hryðjuverk, sem eykur valdheimildir lögreglu til muna. Neðri deild franska þingsins samþykkti frumvarpið í gær. Samkvæmt frumvarpinu fær lögregla auknar heimildir til að hlera símtöl og skoða tölvugögn hjá almennum borgurum. Auk þess verður heimilt að setja upp myndbandstökuvélar á alla opinbera staði, meðal annar í neðanjarðarlestum. Þá verða refsingar fyrir aðild að hryðjuverkum einnig auknar til muna og eins verður lögreglu leyft að halda fólki án ákæru í sex daga, í stað fjögurra nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×