Erlent

Fellybylir hafa aldrei valdið jafn mikilli eyðileggingu og árið 2005

Fellibylir gætu valdið jafnmiklum eða meiri óskunda á næsta ári en þessu að mati sérfræðinga. Fellibyljatímabilinu lýkur formlega á morgun og aldrei í sögunni hafa fellibylir valdið jafnmikilli eyðileggingu og árið 2005. Þá er nú endanlega staðfest að fellibylurinn Wilma er öflugasti fellibylur sögunnar og Katrín og Ríta eru einnig meðal sex öflugustu fellibylja sögunnar. Hins vegar vara sérfræðingar við fellibyljamiðstöðina í Bandaríkjunum við því að árið í ár gæti aðeins verið forsmekkurinn af því sem koma skuli. Margt bendi til að næstu tíu árin verði mjög mikil virkni í Atlantshafinu og þannig gæti næsta ár jafnvel orðið enn verra en árið í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×