Gruna friðargæsluliða um nauðganir 26. október 2005 03:30 Fleiri en þrjátíu mál sem tengjast nauðgunum, mútuþægni og skjalafalsi ásamt öðrum lög- og agabrotum starfsfólks friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Pristina í Kosovo eru nú til rannsóknar. Það er innri endurskoðun Sameinuðu þjóðanna, OIOS, sem stýrir rannsókninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum. Íslendingar hafa unnið við friðargæslu á flugvellinum í Pristina frá því árið 2002 og um tíma var flugvallarstjórnin í höndum Íslendinga. Á blaðamannafundi hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir helgi sagði Inga-Britt Ahlenius, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá stofnuninni, að hún þekkti til þess að misferli hefði átt sér stað á flugvellinum, en hún hefði ekki haft bein afskipti af rannsóknum. Ahlenius gegndi áður starfi innri endurskoðanda í Kosovo. Endurskoðunarskýrslan var kynnt allsherjarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmri viku. Samkvæmt því sem Fréttablaðið kemst næst hófust rannsóknir nar á meðan flugvöllurinn var enn undir stjórn Íslendinga. Þær rannsóknir hafi þó fyrst og fremst beinst að flugstöðvarhluta flugvallarins en hann hefur verið rekinn af heimamönnum. Í skýrslunni sem lögð var fyrir allsherjarnefndina er þó skýrt tekið fram að um sé að ræða brotlega hegðun friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna enda hefur allsherjarnefndin beðið um frekari rannsóknir á þessum málum og vinnur jafnframt að smíði regluverks og þjálfunar sem miði að því að hindra óhæfuverk af þessum toga í framtíðinni. Glæpasamtök hafa sterk ítök í viðskiptum á þessu svæði og talið er að þau teygi anga sína inn á flugvöllinn. Leitað var umsagnar Hallgríms N. Sigurðssonar, varaframkvæmdastjóra flugmálastjórnar og fyrrum flugvallarstjóra í Pristina, en hann vildi ekki tjá sig opinberlega um málið. Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Fleiri en þrjátíu mál sem tengjast nauðgunum, mútuþægni og skjalafalsi ásamt öðrum lög- og agabrotum starfsfólks friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Pristina í Kosovo eru nú til rannsóknar. Það er innri endurskoðun Sameinuðu þjóðanna, OIOS, sem stýrir rannsókninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum. Íslendingar hafa unnið við friðargæslu á flugvellinum í Pristina frá því árið 2002 og um tíma var flugvallarstjórnin í höndum Íslendinga. Á blaðamannafundi hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir helgi sagði Inga-Britt Ahlenius, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá stofnuninni, að hún þekkti til þess að misferli hefði átt sér stað á flugvellinum, en hún hefði ekki haft bein afskipti af rannsóknum. Ahlenius gegndi áður starfi innri endurskoðanda í Kosovo. Endurskoðunarskýrslan var kynnt allsherjarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmri viku. Samkvæmt því sem Fréttablaðið kemst næst hófust rannsóknir nar á meðan flugvöllurinn var enn undir stjórn Íslendinga. Þær rannsóknir hafi þó fyrst og fremst beinst að flugstöðvarhluta flugvallarins en hann hefur verið rekinn af heimamönnum. Í skýrslunni sem lögð var fyrir allsherjarnefndina er þó skýrt tekið fram að um sé að ræða brotlega hegðun friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna enda hefur allsherjarnefndin beðið um frekari rannsóknir á þessum málum og vinnur jafnframt að smíði regluverks og þjálfunar sem miði að því að hindra óhæfuverk af þessum toga í framtíðinni. Glæpasamtök hafa sterk ítök í viðskiptum á þessu svæði og talið er að þau teygi anga sína inn á flugvöllinn. Leitað var umsagnar Hallgríms N. Sigurðssonar, varaframkvæmdastjóra flugmálastjórnar og fyrrum flugvallarstjóra í Pristina, en hann vildi ekki tjá sig opinberlega um málið.
Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila