Fær enga aðstoð frá kerfinu 13. september 2005 00:01 Kristinn Rúnar Magnússon, sem er 26 ára, var sleginn í götuna í hópslagsmálum fyrir sjö árum með skelfilegum afleiðingum. Hann hefur verið 75 prósent öryrki síðan og býr enn í foreldrahúsum. Móðir hans segir að enginn vilji aðstoða þau og hjálpa honum að standa á eigin fótum. Hún segir kerfið hafa brugðist og að álagið á fjölskylduna sé hræðilegt. Líf Kristins Rúnars Magnússonar breyttist í einni svipan 27. september árið 1998. Kristinn, sem þá var 19 ára, var sleginn í götuna í hópslagsmálum í Austurstræti og fékk ítrekað spark í höfuðið. Hann skaddaðist á heila og lá á milli heims og helju í langan tíma. Kristinn segist hafa verið að klára að taka upp almennar greinar þegar þetta hafi gerst, en hann hafi haft hug á að læra til kokks. Í dag hafi hann ekkert lyktarskyn vegna árásarinnar þannig að hann viti ekki hvernig það fari.. Hann ætli þó að reyna og sjá hvernig gangi. Kristinn segist rétt nú, sjö árum seinna, að byrja í endurhæfingu í skóla, en aldrei hafi verið rætt um hvað væri hægt að gera fyrir hann. En það var ekki bara Kristins Rúnars sem breyttist við atburðinn því andlegt og fjárhagslegt álag á fjölskyldu hans var gríðarlegt. Kristinn varð 75 prósent öryrki eftir barsmíðarnar og fór að neyta áfengis og fíkniefna. Móðir hans, Kristín Michelsen, segir að um svipað leyti hafi þrautaganga og barningur við hið opinbera hafist. Enga aðstoð hafi verið að fá og því búi Kristinn Rúnar enn í foreldrahúsum. Kristín segist til dæmis vilja fá aðstoð við að fá húsnæði fyrir Kristin, en hún hafi rætt við ráðherra, svæðisskrifstofu í sveitarfélagi hennar og bæjarfélagið en ekkert hafi komið út úr því. Allir hafi verið að vilja gerðir en svo gerist ekkert. Fjölskyldan hafi aldrei fengið upplýsingar um það hvert hún gæti leitað til að fá aðstoð. Kristín telur að það þurfi að vera starfsmaður á sjúkrahúsi til þess að ráðleggja fólki sem lendi í atvikum sem þessum um það hvað það geti gert. Það eigi ekki að þurfa að finna upp hjólið í hvert einasta skipti sem einhver lendi í atviki sem þessu. Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Tryggingarstofnunar ríkisins, segir að því miður sé í raun ekki á neinn einn stað að leita, fyrir fólk sem lendi í svona áföllum. Hún segir heilbrigðiskerfið fyrsta staðinn þar sem fólk leiti eftir aðstoð og í kjölfarið Tryggingarstofnun. Þar sé fólk í þjónustumiðstöð sem eigi að hafa allar upplýsingar um rétt í almannatryggingum. Þá séu þrír félagsráðgjafar starfandi hjá Tryggingastofnun sem geti veitt upplýsingar um önnur félagsleg úrræði utan stofnana. Fólk þurfi hins vegar að leita sjálft og sækja sinn rétt og það sé í rauninni enginn einn sem greini þjónustuþörf þeirra sem veikjast eða verða fatlaðir. Margrét segir mjög mikla þörf á því að létta álagið sem verði í kjölfar svo mikillar sorgar sem verði hjá fjölskyldum sem lenda í slíku. Mikilvægt sé að yfirvöld hugsi um það. Samkvæmt dómi, sem féll í síðasta mánuði, var árásarmanni Kristins Rúnars gert að greiða honum níu milljónir króna í skaðabætur, en fjölskyldan gerir sér engar vonir um að fá þá fjárhæð. Kristín, móðir Kristins Rúnars, segir að þegar svona hlutir gerist sé það svo mikið áfall að fólk sé fast í því. Það þurfi að endurtaka hlutina mörgum sinnum fyrir fólki áður en það meðtaki þá. Það sé ótækt að fólk þurfi svo að berjast fyrir þeim réttindum sem menn eigi lögum samkvæmt. Kristni Rúnari hefur í dag tekist að vinna sig út úr fíkniefnaneyslu og leggur áherslu á að lifa reglusömu lífi í faðmi fjölskyldunnar. Hann er í endurhæfingarnámi fyrir fólk sem hefur lent í slysum eða áföllum sem hafa kúvent lífi þess. Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Kristinn Rúnar Magnússon, sem er 26 ára, var sleginn í götuna í hópslagsmálum fyrir sjö árum með skelfilegum afleiðingum. Hann hefur verið 75 prósent öryrki síðan og býr enn í foreldrahúsum. Móðir hans segir að enginn vilji aðstoða þau og hjálpa honum að standa á eigin fótum. Hún segir kerfið hafa brugðist og að álagið á fjölskylduna sé hræðilegt. Líf Kristins Rúnars Magnússonar breyttist í einni svipan 27. september árið 1998. Kristinn, sem þá var 19 ára, var sleginn í götuna í hópslagsmálum í Austurstræti og fékk ítrekað spark í höfuðið. Hann skaddaðist á heila og lá á milli heims og helju í langan tíma. Kristinn segist hafa verið að klára að taka upp almennar greinar þegar þetta hafi gerst, en hann hafi haft hug á að læra til kokks. Í dag hafi hann ekkert lyktarskyn vegna árásarinnar þannig að hann viti ekki hvernig það fari.. Hann ætli þó að reyna og sjá hvernig gangi. Kristinn segist rétt nú, sjö árum seinna, að byrja í endurhæfingu í skóla, en aldrei hafi verið rætt um hvað væri hægt að gera fyrir hann. En það var ekki bara Kristins Rúnars sem breyttist við atburðinn því andlegt og fjárhagslegt álag á fjölskyldu hans var gríðarlegt. Kristinn varð 75 prósent öryrki eftir barsmíðarnar og fór að neyta áfengis og fíkniefna. Móðir hans, Kristín Michelsen, segir að um svipað leyti hafi þrautaganga og barningur við hið opinbera hafist. Enga aðstoð hafi verið að fá og því búi Kristinn Rúnar enn í foreldrahúsum. Kristín segist til dæmis vilja fá aðstoð við að fá húsnæði fyrir Kristin, en hún hafi rætt við ráðherra, svæðisskrifstofu í sveitarfélagi hennar og bæjarfélagið en ekkert hafi komið út úr því. Allir hafi verið að vilja gerðir en svo gerist ekkert. Fjölskyldan hafi aldrei fengið upplýsingar um það hvert hún gæti leitað til að fá aðstoð. Kristín telur að það þurfi að vera starfsmaður á sjúkrahúsi til þess að ráðleggja fólki sem lendi í atvikum sem þessum um það hvað það geti gert. Það eigi ekki að þurfa að finna upp hjólið í hvert einasta skipti sem einhver lendi í atviki sem þessu. Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Tryggingarstofnunar ríkisins, segir að því miður sé í raun ekki á neinn einn stað að leita, fyrir fólk sem lendi í svona áföllum. Hún segir heilbrigðiskerfið fyrsta staðinn þar sem fólk leiti eftir aðstoð og í kjölfarið Tryggingarstofnun. Þar sé fólk í þjónustumiðstöð sem eigi að hafa allar upplýsingar um rétt í almannatryggingum. Þá séu þrír félagsráðgjafar starfandi hjá Tryggingastofnun sem geti veitt upplýsingar um önnur félagsleg úrræði utan stofnana. Fólk þurfi hins vegar að leita sjálft og sækja sinn rétt og það sé í rauninni enginn einn sem greini þjónustuþörf þeirra sem veikjast eða verða fatlaðir. Margrét segir mjög mikla þörf á því að létta álagið sem verði í kjölfar svo mikillar sorgar sem verði hjá fjölskyldum sem lenda í slíku. Mikilvægt sé að yfirvöld hugsi um það. Samkvæmt dómi, sem féll í síðasta mánuði, var árásarmanni Kristins Rúnars gert að greiða honum níu milljónir króna í skaðabætur, en fjölskyldan gerir sér engar vonir um að fá þá fjárhæð. Kristín, móðir Kristins Rúnars, segir að þegar svona hlutir gerist sé það svo mikið áfall að fólk sé fast í því. Það þurfi að endurtaka hlutina mörgum sinnum fyrir fólki áður en það meðtaki þá. Það sé ótækt að fólk þurfi svo að berjast fyrir þeim réttindum sem menn eigi lögum samkvæmt. Kristni Rúnari hefur í dag tekist að vinna sig út úr fíkniefnaneyslu og leggur áherslu á að lifa reglusömu lífi í faðmi fjölskyldunnar. Hann er í endurhæfingarnámi fyrir fólk sem hefur lent í slysum eða áföllum sem hafa kúvent lífi þess.
Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira