Tekst ekki að ljúka hringvegi 13. september 2005 00:01 Þrátt fyrir að 15 milljörðum króna af Símapeningum eigi að verja til vegamála á næstu fimm árum tekst ekki að ljúka malbikun hringvegarins. Samkvæmt langtímaáætlun til ársins 2014 á heldur ekki að klára hringinn fyrir þann tíma og virðist sem enn muni líða minnst áratugur þar til þau tímamót verða. Það ætlar að ganga hægt að eyða síðustu malarköflum hringvegarins. Aðeins einn þeirra hvarf í sumar. Það var kaflinn um Almannaskarð en með opnun jarðganga undir skarðið í lok júnímánaðar lengdist malbikið um fimm og hálfan kílómetra. Hringvegurinn telst nú 1335 kílómetra langur og er búið að leggja bundið slitlag á 95 prósent leiðarinnar. Eftir eru fimm malarkaflar, samtals 62 kílómetrar að lengd, og þeir eru allir á Austurlandi. Efst í Jökuldal, ofan Skjöldólfsstaða, vantar fimm kílómetra. Í Skriðdal og á Breiðdalsheiði er lengsti malarkafli hringvegarins, 41 kílómetra langur. Í Berufirði er átta kílómetra langur malarkafli, í Hamarsfirði vantar slitlag á þriggja kílómetra kafla og loks er í Þvottár- og Hvalnesskriðum fjögurra kílómetra malarkafli. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar á Austurlandi er áformað að Jökuldalurinn klárist á næsta ári, Skriðurnar árið 2007, Hamarsfjörður árið 2008 og Berufjörður árið 2010. Stóra spurningin er kaflinn um Skriðdal og Breiðdalsheiði. Langtímaáætlun til ársins 2014 gerir ekki ráð fyrir að hann verði kláraður á þeim tíma og við ráðstöfun á söluandvirði Símans á dögunum var ekkert eyrnamerkt hringveginum. En það gæti verið önnur leið til að ljúka hringnum fyrr. Í svari við fyrirspurn á Alþingi fyrir hálfu öðru ári nefndi samgönguráðherra að rætt væri um það að færa hringveginn á Austurlandi þannig að hann lægi ekki um Breiðdalsheiði heldur um firðina og færi um jarðgöngin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar sem voru einmitt opnuð fyrir helgi. Slík færsla á hringveginum myndi þýða að öllum líkindum að hægt yrði að lýsa því yfir innan fimm ára að hringnum væri lokið. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri sagði hins vegar í gær að slík breyting á hringveginum yrði ekki gerð að svo stöddu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þrátt fyrir að 15 milljörðum króna af Símapeningum eigi að verja til vegamála á næstu fimm árum tekst ekki að ljúka malbikun hringvegarins. Samkvæmt langtímaáætlun til ársins 2014 á heldur ekki að klára hringinn fyrir þann tíma og virðist sem enn muni líða minnst áratugur þar til þau tímamót verða. Það ætlar að ganga hægt að eyða síðustu malarköflum hringvegarins. Aðeins einn þeirra hvarf í sumar. Það var kaflinn um Almannaskarð en með opnun jarðganga undir skarðið í lok júnímánaðar lengdist malbikið um fimm og hálfan kílómetra. Hringvegurinn telst nú 1335 kílómetra langur og er búið að leggja bundið slitlag á 95 prósent leiðarinnar. Eftir eru fimm malarkaflar, samtals 62 kílómetrar að lengd, og þeir eru allir á Austurlandi. Efst í Jökuldal, ofan Skjöldólfsstaða, vantar fimm kílómetra. Í Skriðdal og á Breiðdalsheiði er lengsti malarkafli hringvegarins, 41 kílómetra langur. Í Berufirði er átta kílómetra langur malarkafli, í Hamarsfirði vantar slitlag á þriggja kílómetra kafla og loks er í Þvottár- og Hvalnesskriðum fjögurra kílómetra malarkafli. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar á Austurlandi er áformað að Jökuldalurinn klárist á næsta ári, Skriðurnar árið 2007, Hamarsfjörður árið 2008 og Berufjörður árið 2010. Stóra spurningin er kaflinn um Skriðdal og Breiðdalsheiði. Langtímaáætlun til ársins 2014 gerir ekki ráð fyrir að hann verði kláraður á þeim tíma og við ráðstöfun á söluandvirði Símans á dögunum var ekkert eyrnamerkt hringveginum. En það gæti verið önnur leið til að ljúka hringnum fyrr. Í svari við fyrirspurn á Alþingi fyrir hálfu öðru ári nefndi samgönguráðherra að rætt væri um það að færa hringveginn á Austurlandi þannig að hann lægi ekki um Breiðdalsheiði heldur um firðina og færi um jarðgöngin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar sem voru einmitt opnuð fyrir helgi. Slík færsla á hringveginum myndi þýða að öllum líkindum að hægt yrði að lýsa því yfir innan fimm ára að hringnum væri lokið. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri sagði hins vegar í gær að slík breyting á hringveginum yrði ekki gerð að svo stöddu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira