Launahækkanir óæskilegar 13. september 2005 00:01 "Ef ríkisstjórnin og Seðlabankinn koma með trúverðuga áætlun varðandi hagstjórn og hvernig verðbólgu verði náð niður ætti verkalýðshreyfingin að sitja hjá og ekki gera kröfur um launahækkanir við endurskoðun á kjarasamningum," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum sem gerðir voru í fyrra hefur verkalýðshreyfingin rétt á endurskoðun samninga í nóvember vegna þess hve verðbólgan mælist hátt. "Það versta sem launafólk getur fengið er aukin verðbólga," segir Tryggvi. "Öll kaupmáttaraukning setur meiri þrýsting á verðlag. Ef laun hækka verður þrýstingurinn enn meiri og kemur fram sem verðbólga og víxlverkun launa og verðlags myndi einfaldlega komast á. Launþegar nytu kaupmáttaraukningar í skamman tíma en síðan myndi verðlagið éta hana upp. Það er afleit leið að fara og í raun ófær," segir Tryggvi. Spurður til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til svo koma megi í veg fyrir að víxlverkun launa og verðlags komist á segir hann að nauðsynlegt væri að koma á þríhliða samningi. "Ég tel að ríkið verði að koma mjög sterkt að samningum og draga eins mikið úr ríkisútgjöldum og mögulegt er. Það er ljóst að Seðlabankinn ræður tæpast við þetta einn," segir hann. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist gera sér fulla grein fyrir því að launahækkanir séu hvati til verðbólgu. "Það er hins vegar ljóst að forsendur kjarasamninga eru brostnar og það þurfa að koma til bætur bæði vegna verðbólgu og launahækkunum í öðrum geirum. Við ætlum ekki að sitja eftir óbætt hjá garði," segir hann. Hann segir það alveg koma til greina að semja um annað en krónutölur og prósentur. "Við þurfum að fá inn leiðréttingar og það eru margar leiðir til þess. Verðbólgan hefur verið að éta upp kauphækkanir okkar," segir hann. Tryggvi Þór er spurður hvernig hægt sé að bæta kjör launafólks án þess hækkanir verði í prósentum eða krónutölu. "Það má til dæmis gera með því að lækka skatta þótt auðvitað sé það ekki fær leið núna því þá er verið að gefa ennþá meira í og auka kaupmáttinn þannig. Einnig er hægt að auka lífeyrisréttindi, eins og gert hefur verið, sem kemur út sem sparnaður," segir Tryggvi. sda@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
"Ef ríkisstjórnin og Seðlabankinn koma með trúverðuga áætlun varðandi hagstjórn og hvernig verðbólgu verði náð niður ætti verkalýðshreyfingin að sitja hjá og ekki gera kröfur um launahækkanir við endurskoðun á kjarasamningum," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum sem gerðir voru í fyrra hefur verkalýðshreyfingin rétt á endurskoðun samninga í nóvember vegna þess hve verðbólgan mælist hátt. "Það versta sem launafólk getur fengið er aukin verðbólga," segir Tryggvi. "Öll kaupmáttaraukning setur meiri þrýsting á verðlag. Ef laun hækka verður þrýstingurinn enn meiri og kemur fram sem verðbólga og víxlverkun launa og verðlags myndi einfaldlega komast á. Launþegar nytu kaupmáttaraukningar í skamman tíma en síðan myndi verðlagið éta hana upp. Það er afleit leið að fara og í raun ófær," segir Tryggvi. Spurður til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til svo koma megi í veg fyrir að víxlverkun launa og verðlags komist á segir hann að nauðsynlegt væri að koma á þríhliða samningi. "Ég tel að ríkið verði að koma mjög sterkt að samningum og draga eins mikið úr ríkisútgjöldum og mögulegt er. Það er ljóst að Seðlabankinn ræður tæpast við þetta einn," segir hann. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist gera sér fulla grein fyrir því að launahækkanir séu hvati til verðbólgu. "Það er hins vegar ljóst að forsendur kjarasamninga eru brostnar og það þurfa að koma til bætur bæði vegna verðbólgu og launahækkunum í öðrum geirum. Við ætlum ekki að sitja eftir óbætt hjá garði," segir hann. Hann segir það alveg koma til greina að semja um annað en krónutölur og prósentur. "Við þurfum að fá inn leiðréttingar og það eru margar leiðir til þess. Verðbólgan hefur verið að éta upp kauphækkanir okkar," segir hann. Tryggvi Þór er spurður hvernig hægt sé að bæta kjör launafólks án þess hækkanir verði í prósentum eða krónutölu. "Það má til dæmis gera með því að lækka skatta þótt auðvitað sé það ekki fær leið núna því þá er verið að gefa ennþá meira í og auka kaupmáttinn þannig. Einnig er hægt að auka lífeyrisréttindi, eins og gert hefur verið, sem kemur út sem sparnaður," segir Tryggvi. sda@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira