Launahækkanir óæskilegar 13. september 2005 00:01 "Ef ríkisstjórnin og Seðlabankinn koma með trúverðuga áætlun varðandi hagstjórn og hvernig verðbólgu verði náð niður ætti verkalýðshreyfingin að sitja hjá og ekki gera kröfur um launahækkanir við endurskoðun á kjarasamningum," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum sem gerðir voru í fyrra hefur verkalýðshreyfingin rétt á endurskoðun samninga í nóvember vegna þess hve verðbólgan mælist hátt. "Það versta sem launafólk getur fengið er aukin verðbólga," segir Tryggvi. "Öll kaupmáttaraukning setur meiri þrýsting á verðlag. Ef laun hækka verður þrýstingurinn enn meiri og kemur fram sem verðbólga og víxlverkun launa og verðlags myndi einfaldlega komast á. Launþegar nytu kaupmáttaraukningar í skamman tíma en síðan myndi verðlagið éta hana upp. Það er afleit leið að fara og í raun ófær," segir Tryggvi. Spurður til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til svo koma megi í veg fyrir að víxlverkun launa og verðlags komist á segir hann að nauðsynlegt væri að koma á þríhliða samningi. "Ég tel að ríkið verði að koma mjög sterkt að samningum og draga eins mikið úr ríkisútgjöldum og mögulegt er. Það er ljóst að Seðlabankinn ræður tæpast við þetta einn," segir hann. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist gera sér fulla grein fyrir því að launahækkanir séu hvati til verðbólgu. "Það er hins vegar ljóst að forsendur kjarasamninga eru brostnar og það þurfa að koma til bætur bæði vegna verðbólgu og launahækkunum í öðrum geirum. Við ætlum ekki að sitja eftir óbætt hjá garði," segir hann. Hann segir það alveg koma til greina að semja um annað en krónutölur og prósentur. "Við þurfum að fá inn leiðréttingar og það eru margar leiðir til þess. Verðbólgan hefur verið að éta upp kauphækkanir okkar," segir hann. Tryggvi Þór er spurður hvernig hægt sé að bæta kjör launafólks án þess hækkanir verði í prósentum eða krónutölu. "Það má til dæmis gera með því að lækka skatta þótt auðvitað sé það ekki fær leið núna því þá er verið að gefa ennþá meira í og auka kaupmáttinn þannig. Einnig er hægt að auka lífeyrisréttindi, eins og gert hefur verið, sem kemur út sem sparnaður," segir Tryggvi. sda@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
"Ef ríkisstjórnin og Seðlabankinn koma með trúverðuga áætlun varðandi hagstjórn og hvernig verðbólgu verði náð niður ætti verkalýðshreyfingin að sitja hjá og ekki gera kröfur um launahækkanir við endurskoðun á kjarasamningum," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum sem gerðir voru í fyrra hefur verkalýðshreyfingin rétt á endurskoðun samninga í nóvember vegna þess hve verðbólgan mælist hátt. "Það versta sem launafólk getur fengið er aukin verðbólga," segir Tryggvi. "Öll kaupmáttaraukning setur meiri þrýsting á verðlag. Ef laun hækka verður þrýstingurinn enn meiri og kemur fram sem verðbólga og víxlverkun launa og verðlags myndi einfaldlega komast á. Launþegar nytu kaupmáttaraukningar í skamman tíma en síðan myndi verðlagið éta hana upp. Það er afleit leið að fara og í raun ófær," segir Tryggvi. Spurður til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til svo koma megi í veg fyrir að víxlverkun launa og verðlags komist á segir hann að nauðsynlegt væri að koma á þríhliða samningi. "Ég tel að ríkið verði að koma mjög sterkt að samningum og draga eins mikið úr ríkisútgjöldum og mögulegt er. Það er ljóst að Seðlabankinn ræður tæpast við þetta einn," segir hann. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist gera sér fulla grein fyrir því að launahækkanir séu hvati til verðbólgu. "Það er hins vegar ljóst að forsendur kjarasamninga eru brostnar og það þurfa að koma til bætur bæði vegna verðbólgu og launahækkunum í öðrum geirum. Við ætlum ekki að sitja eftir óbætt hjá garði," segir hann. Hann segir það alveg koma til greina að semja um annað en krónutölur og prósentur. "Við þurfum að fá inn leiðréttingar og það eru margar leiðir til þess. Verðbólgan hefur verið að éta upp kauphækkanir okkar," segir hann. Tryggvi Þór er spurður hvernig hægt sé að bæta kjör launafólks án þess hækkanir verði í prósentum eða krónutölu. "Það má til dæmis gera með því að lækka skatta þótt auðvitað sé það ekki fær leið núna því þá er verið að gefa ennþá meira í og auka kaupmáttinn þannig. Einnig er hægt að auka lífeyrisréttindi, eins og gert hefur verið, sem kemur út sem sparnaður," segir Tryggvi. sda@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent