Skortir reglur um barnagæslu 31. ágúst 2005 00:01 "Ég hef fengið mikið af hringingum frá foreldrum sem eru að spyrjast fyrir um þetta," segir Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð. "Ég veit að Heilbrigðiseftirlitið hefur verið að skoða þetta líka." Herdís segist hafa farið á fund Árna Magnússonar félagsmálaráðherra í fyrra og tekið málið upp. "Hann lofaði að reglugerð yrði samin, en ég hef ekkert heyrt frá honum síðan." Herdís telur þó ekki endilega að eitthvað sé að, en bendir á atriði eins og tilkynningar á slysum og hvort þau séu skráð og hvort gera eigi kröfur um það að starfsmenn skili inn sakavottorði. Hún tekur líka fram að sum fyrirtæki sem annast barnagæslu hafa að eigin frumkvæði sett sér strangar öryggiskröfur. Hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar fengust þær upplýsingar að það kannaði húsnæði þar sem barnagæsla fer fram. Engin sérstök ákvæði giltu þó nema almenn húsnæðisákvæði um hreinlæti, loftræstingu og þess háttar, en einnig væri gerð krafa um að ekkert væri þar sem hættulegt gæti talist fyrir börn. Eftirlitið hafi ekki þrýst á stjórnvöld um að setja reglugerðir. "Þetta hefur nokkrum sinnum komið til tals innan ráðuneytisins," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Ég hef ákveðið að láta fara fram úttekt á því hvar þetta er og meta í framhaldi af því þörfina á setja sérstakar reglur." Árni telur þetta þó ekki vera stórmál. "En þetta er mál sem er ástæða til að fara yfir." Hann á frekar von á því að úttektin leiði til þess að einhverjar reglur verði settar. Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
"Ég hef fengið mikið af hringingum frá foreldrum sem eru að spyrjast fyrir um þetta," segir Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð. "Ég veit að Heilbrigðiseftirlitið hefur verið að skoða þetta líka." Herdís segist hafa farið á fund Árna Magnússonar félagsmálaráðherra í fyrra og tekið málið upp. "Hann lofaði að reglugerð yrði samin, en ég hef ekkert heyrt frá honum síðan." Herdís telur þó ekki endilega að eitthvað sé að, en bendir á atriði eins og tilkynningar á slysum og hvort þau séu skráð og hvort gera eigi kröfur um það að starfsmenn skili inn sakavottorði. Hún tekur líka fram að sum fyrirtæki sem annast barnagæslu hafa að eigin frumkvæði sett sér strangar öryggiskröfur. Hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar fengust þær upplýsingar að það kannaði húsnæði þar sem barnagæsla fer fram. Engin sérstök ákvæði giltu þó nema almenn húsnæðisákvæði um hreinlæti, loftræstingu og þess háttar, en einnig væri gerð krafa um að ekkert væri þar sem hættulegt gæti talist fyrir börn. Eftirlitið hafi ekki þrýst á stjórnvöld um að setja reglugerðir. "Þetta hefur nokkrum sinnum komið til tals innan ráðuneytisins," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Ég hef ákveðið að láta fara fram úttekt á því hvar þetta er og meta í framhaldi af því þörfina á setja sérstakar reglur." Árni telur þetta þó ekki vera stórmál. "En þetta er mál sem er ástæða til að fara yfir." Hann á frekar von á því að úttektin leiði til þess að einhverjar reglur verði settar.
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira