Erlent

Clarke tekur slaginn

Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur lýst yfir að hann vilji verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins Michael Howard, núverandi leiðtogi íhaldsmanna, lýsti því yfir eftir ósigur flokksins í þingkosningunum í vor að hann myndi láta af embætti sínu í haust. Clarke er fyrsti þungavigtarmaðurinn í flokknum sem lýsir framboði sínu yfir. Clarke bauð sig einnig fram árin 1997 og 2001 og tapaði í bæði skiptin. Er talið að áhugi hans á Evrópusambandinu hafi skaðað hann í baráttunni. Nýlega lýsti hann því yfir að honum þætti evran ekki lengur heppilegur kostur fyrir Breta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×