Erlent

Fuglaflensan mun líklega dreifast

Fuglaflensan, sem hefur gert vart við sig víða í Austur-Asíu, mun líklega dreifast til Evrópu, Mið-Austurlanda, Suður-Asíu og Afríku að mati Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hún hvetur ríkisstjórnir til að auka eftirlit og gera ráðstafanir ef neyðarástand skyldi skapast. Að mati stofnunarinnar mun veiran líklega berast langar leiðir með villtum fuglum. Flensan greindist nýlega í Síberíu og getur auðveldlega borist að Kaspíahafi og Svartahafi og átt þaðan greiðan aðgang að Mið-Evrópu. Þá eru lönd á borð við Íran, Írak, Úkraínu og við Miðjarðahaf einnig í hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×