Erlent

Flóðavatn rís enn í New Orleans

Flóðavatnið í New Orleans rís ennþá og hafa nú verkfræðingar á vegum Bandaríkjahers verið kallaðir til að reyna að stemma stigu við vatnsflaumnum. Ástandið í borginni er skelfilegt; gamla, franska hverfið er alveg á floti og þyrlum og bátum er beitt við að hjálpa fólki sem hefst við illan leik á húsþökum heimila sinna. Lík hafa sést á floti í vatninu og er óttast að tala þeirra sem týndu lífi í hamförunum muni enn hækka. Nú stendur til að sandpokum verði kastað úr þyrlum á göt í varnargörðum umhverfis borgina í von um að minnka vatnsmagnið sem kemur úr Pontchartrain-vatni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×