Erlent

Geðlæknar yfirheyra fanga í Guantanamo

MYND/Reuters

Bandarískir læknar segja þátttöku geðlækna og sálfræðinga við yfirheyrslur fanga í Guantanamo fangelsinu vekja upp alvarlegar siðferðilegar spurningar.

Siðanefnd bandaríska læknafélagsins skoðar hvort geðlæknar, sem tekið hafa þátt í yfirheyrslum fanga, hafi brotið gegn Hippókratesar-eið sínum.

Sálfræðingar og geðlæknar hafa setið yfir yfirheyrslum í Guantanamo fangelsinu frá 2002 og notað þekkingu sína til að reyna að fá upplýsingar hjá þrjóskum föngum. Þá hafa læknaskýrslur fanganna verið notaðar til að hafa upp á veikleikum þeirra en slíkt brýtur gegn bandarískum lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×