Erlent

Jórdanir setja lög gegn hryðjuverkum

Ný hryðjuverkalög hafa verið sett í Jórdaníu í kjölfar árásanna á Amman, höfuðborg landsins í síðustu viku sem urðu 57 mönnum að bana. Fela þau meðal í sér að almennir borgarar verði að veita upplýsingar um útlendinga ef þeir leigja þeim húsnæði. 11 yfirmenn hjá ríkinu, meðal annars yfirmaður öryggismála, sögðu upp störfum í gær vegna árásanna á landið.
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×