Erlent

Árétta mannréttindi

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið til Pútíns.
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið til Pútíns.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er ásamt Vaclav Havel, fyrrverandi Tékklandsforseta, í hópi sex fyrrverandi þjóðar- og ríkisstjórnarleiðtoga sem skrifa undir bréf til Vladimírs Pútín Rússlandsforseta þar sem skorað er á hann og rússnesku ríkisstjórnina að standa sig betur í að virða mannréttindi.

Þær upplýsingar sem við höfum undir höndum (...) gefa okkur ástæðu til að ætla að rússnesk stjórnvöld beiti stjórnarandstöðuna óeðlilega miklum þrýstingi, að frelsi fjölmiðla sé naumt skorið og að ákæruvaldið og dómstólar lúti áhrifum framkvæmdavaldsins, segir í bréfi sexmenninganna.

Auk Vigdísar og Havels skrifa undir það Mary Robinson, fyrrverandi Írlandsforseti, Rexhep Meidani, fyrrverandi forseti Albaníu, og fyrrverandi forsætisráðherrar Kanada, Rúmeníu og Búlgaríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×