Erlent

Fór í fússi

Fogh einn. Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, lét sig vanta á fréttamannafund með Anders Fogh Rasmussen í Kaupmannahöfn í gær.
Fogh einn. Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, lét sig vanta á fréttamannafund með Anders Fogh Rasmussen í Kaupmannahöfn í gær.

Heimsókn tyrkneska forsætisráðherrans Recep Erdogans til Danmerkur hlaut snubbóttan endi í gær. Hann var ósáttur við að fréttamenn sjónvarpsstöðvar Kúrda í Danmörku væru á fréttamannafundi sem til stóð að báðir forsætisráðherrarnir héldu við lok heimsóknarinnar. Því kom Anders Fogh Rasmussen einn fram á fundinum.

Fréttamannafundarins hafði verið beðið með eftirvæntingu eftir að hann lét hörð orð falla í garð gestgjafa síns í gærmorgun vegna þess að, Fogh, vildi ekki aðhafast neitt vegna birtingar á teikningum af Múhameð spámanni í dagblaðinu Jyllandsposten. Að sið múslima er bannað að birta myndir af spámanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×