Erlent

Hizbollah ætla að sýna fulla hörku

Hundruð söfnuðust saman í þorpinu Siskin í suðurhluta Líbanon til að vera við útför bardagamanns Hizbollah-samtakanna, sem féll í átökum við Ísraela við landamæri landanna tveggja í gær. Sorgarganga honum til heiðurs var leidd af Sheik Nabil Kaouk, forystumanni Hizbollah í suður-Líbanon. Sagði hann í ávarpi sínu að samtökin væru staðráðin í að ná aftur umdeildum landskika við landamæri Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×