Erlent

Telja menn hafa skapað alnæmi

Nærri 40 prósent blökkumanna í Bandaríkjunum telja að menn hafi skapað alnæmi, samkvæmt nýrri könnun ríkisháskólans í Oregon-fylki. Könnunin náði til fimm hundruð blökkumanna í Bandaríkjunum og taldi fjórðungur þeirra að vísindamenn á vegum hins opinbera hefðu skapað HIV-veiruna en um tólf prósent voru á því að bandaríska leyniþjónustan stæði á bak við sjúkdóminn. Meira en helmingur þátttakenda var einnig á því að hið opinbera kæmi í veg fyrir að fátækum bærust lyf gegn sjúkdómnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×