Innlent

Fimm fengu samtals hundrað milljónir

Kýr í fjósi.
Kýr í fjósi.

Fimm stærstu kúabú landsins fengu samanlagt rúmar hundrað milljónir króna í styrki úr ríkissjóði á síðasta verðlagsári. Árlega eru greiddir fjórir milljarðar króna í styrki til búvöruframleiðslu og þar af fer um helmingur í mjólkurframleiðslu.

Stuðningur stjórnvalda við bændur landsins hefur verið í umræðunni í kjölfar frétta um að hátt matvælaverð hérlendis sé meðal annars tilkomið vegna innflutningstakmarkana á landbúnaðarafurðum. Sá stuðningur er þó aðeins önnur hliðin á landbúnaðarkerfinu því ár hvert er átta milljörðum króna varið í greiðslur vegna búvöruframleiðslu. Helmingur þess fjár fer til mjólkurframleiðslu.

Stærsta kúabú landsins fékk tæpar þrjátíu og þrjár milljónir króna í beingreiðslur úr ríkissjóði á síðasta ári eða sem nemur rúmlega tveimur og hálfri milljón króna á mánuði. Tvö næstu bú fengu um nítján milljónir króna og fjórða og fimmta stærsta búið um sextán milljónir króna að því er fram kom í svari landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar á á síðasta starfsdegi Alþingis fyrir jólafrí. Þessi fimm bú sjá samtals fyrir hálfu þriðja prósenti af mjólkurframleiðslu landsmanna en meðalbúið og fá þrjátíu og átta krónur úr ríkissjóði fær um hálfa milljón króna í ríkisstyrki ár hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×