Innlent

216 milljóna króna munur í útboðinu

MYND/GVA

Tvö hundruð og sextán milljóna króna munur var á hæsta og lægsta tilboði í frárennslisskurð við Kárahnjúkavirkjun. Lægst bauð Héraðsverk á Egilsstöðum, 240 milljónir, sem er 126 milljónum undir kostnaðaráætlun, en hæsta boð átti KNH á Ísafirði, 455 milljónir, sem er 90 milljónum yfir kostnaðaráætlun. Tilboð voru opnuð í gær en ekki liggur fyrir hvaða tilboði verður tekið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×