Erlent

Dæmdur fyrir aðild að hryðjuverkum

Einn af helstu leiðtogum íslamskra uppreisnarmanna í Alsír var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að stofnun hryðjuverkahóps. Amari Saifi var næstæðstur í samtökunum GSPC en þau rændu m.a. 32 evrópskum ferðamönnum í eyðimörkinni í Alsír árið 2003 og eru forsvarsmenn þeirra m.a. eftirlýstir í Þýskalandi af þeim sökum. Við réttarhöldin voru tveir samverkamenn Saifis dæmdir í þriggja ára fangelsi en þrír voru sýknaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×