Erlent

Geti ráðist á hryðjuverkamenn ytra

Rússar eru reiðubúnir að ráðast á bækisstöðvar hryðjuverkamanna erlendis. Þetta sagði yfirmaður rússneska flughersins í morgun. Hann segir flugherinn búa yfir hátæknivopnum og getu til þess að ráðast á hryðjuverkamenn hvar sem er. Rússnesk stjórnvöld voru mjög mótfallin stríðinu í Írak og forsendum þess en eftir árás hryðjuverkamanna á barnaskóla í bænum Beslan breyttist afstaðan nokkuð og var því þá hótað að ráðist yrði á hryðjuverkamenn hvar sem er. Fréttaskýrendur í Moskvu efast um getu hersins til að fylgja þessum hótunum eftir þar sem herinn er sagður í rúst sökum fjárskorts og slakrar stjórnunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×