Erlent

Vilja afnám dauðarefsinga

Þing Evrópuráðsins samþykkti í gær ályktun þar sem skorað er á rússnesk stjórnvöld að afnema dauðarefsingu, að draga herlið sitt til baka frá Moldóvíu og að saksækja þá sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum, einkum í Téténíu. Einnig var skorað á þau að efla dómskerfið og auka samstarf við mannréttindadómstól Evrópu. Rússland varð aðili að Evrópuráðinu árið 1996 og voru afnám dauðarefsingar og virðing fyrir landamærum nágrannaríkja helstu skilyrðin fyrir inngöngu þeirra í ráðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×