Erlent

Uppbygging gengur hægt

Uppbygging í Aceh-héraði í kjölfar jarðskjálftans annan í jólum gengur afar hægt. Enn má sjá fiskibáta inni á miðju landi og rústir heilu bænahúsanna innan um annað brak á víð og dreif í borginni Banda Aceh. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðaþróunarstofnunar Bandaríkjanna um ástandið í Indónesíu sem birtist í gær. Þar segir jafnframt að enn finnist nær daglega líkamsleifar innan um húsarústir í nærliggjandi fljótum og í afskekktum þorpum. Þó hefur að mestu leyti tekist að hreinsa fjölfarnar götur og umferð er komin í fullan gang á ný, sem og verslun með daglegar nauðsynjar. Meira en milljón manns misstu heimili sín í hamförunum og stór hluti þess hefst enn við í neyðarskýlum og hefur enga atvinnu þar sem flest öll fyrirtæki sem voru á svæðinu þurftu að hætta starfsemi í kjölfar hamfaranna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×