Innlent

Óku ölvaðir af dansleik

Tvær bílveltur urðu á Vesturlandsvegi með stuttu millibili í fyrrinótt skammt sunnan við Bifröst en þar var haldinn dansleikur umrædda nótt. Báðir ökumennirnir eru grunaðir um ölvun við akstur. Engin slys urðu á fólki en bílarnir eru báðir mjög skemmdir eða ónýtir að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Fyrr um nóttina hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem hafði fengið sér neðan í því. Í gær voru síðan níu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Borgarfirðinum þó að akstursskilyrði væru með verra móti..



Fleiri fréttir

Sjá meira


×