Innlent

Fagna opnun jarðgangnanna

Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði fagnar þeim „glæsilega áfanga“ sem næst í samgöngumálum Austurlands með opnun jarðgangna á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Fundurinn minnir á að þessi áfangi hafi náðst fyrir einarða baráttu Sjálfstæðismanna á Austurlandi og telur að hér sé aðeins um að ræða lítið skref á langri leið í að byggja upp samgöngukerfi á Austurlandi. Aðalfundur fulltrúaráðsins styður eindregið eðlilegar og hóflegar óskir sveitarstjórna Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs um endurbætur á vegi yfir Öxi og lagningu bundins slitlags á þjóðveg 1 í Skriðdal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×