Kjötmjöl unnið í Flóanum á ný 9. september 2005 00:01 Á mánudaginn hefst á ný vinnsla í kjötmjölsverksmiðju Kjötmjöls í Hraungerðishreppi, en henni var lokað í apríl þar sem ekki þótti grundvöllur fyrir rekstrinum. Frá þeim tíma hefur sláturúrgangur á Suðurlandi verið urðaður. Torfi Áskelsson, verksmiðjustjóri Kjötmjölsverksmiðjunnar segir ákveðið hafa verið að Sorpstöð Suðurlands leigði reksturinn af KB banka. Sorpstöðin hættir að taka við sláturúrgangi til urðunar þegar verksmiðjan hefur starfsemi að nýju. "Og við hækkum móttökugjaldið til að ná núllinu í rekstrinum," segir hann. KB banki keypti verksmiðjuna á nauðungaruppboði í fyrra og rak um sinn með tapi, á meðan beðið var eftir því að rekstur hennar yrði tryggður. Bankinn gafst upp á biðinni í vor og lokaði verksmiðjunni. Síðan þá hefur þurft að urða sláturúrgang á Suðurlandi, en verksmiðjan tekur við úrgangi frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir það þýða kostnaðarauka fyrir félagið þegar verksmiðjan fer í gang að nýju og hefur nokkrar áhyggjur af skekktri samkeppnisstöðu kjötvinnsla og sláturhúsa á landinu. "Þó svo að öll ráðstöfun og umhverfismál eigi að vera í lagi, þá þarf það að gilda alls staðar. Það má ekki skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja með því að við fáum á okkur kostnað upp á tugi milljóna sem samkeppnisaðilar annars staðar á landinu þurfa ekki að bera af því þar eru hlutir gerðir með einhverjum allt öðrum og ófullnægjandi hætti," segir hann og bætir við að ef móttökugjald verksmiðjunnar fyrir sláturúrgang verði óheyrilegt, þá muni félagið reyna að leita annarra leiða með förgun. "Það er ekki hægt að bjóða þessum atvinnurekstri á Suðurlandi upp á að hann eigi að búa við allt önnur starfsskilyrði en aðrir," segir hann. Kjötmjölsvinnslan verður með svipuðu sniði og verið hefur en afurðir verksmiðjunnar eru urðaðar því engir markaðir eru fyrir mjölið. Erlendir markaðir urðu að engu eftir að kúariða komst í hámæli og svo starfar verksmiðjan líka á sauðfjárriðusvæði. Torfi Áskelsson segir þó unnið verða að því að finna nýja markaði fyrir mjölið. Fréttir Innlent Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Á mánudaginn hefst á ný vinnsla í kjötmjölsverksmiðju Kjötmjöls í Hraungerðishreppi, en henni var lokað í apríl þar sem ekki þótti grundvöllur fyrir rekstrinum. Frá þeim tíma hefur sláturúrgangur á Suðurlandi verið urðaður. Torfi Áskelsson, verksmiðjustjóri Kjötmjölsverksmiðjunnar segir ákveðið hafa verið að Sorpstöð Suðurlands leigði reksturinn af KB banka. Sorpstöðin hættir að taka við sláturúrgangi til urðunar þegar verksmiðjan hefur starfsemi að nýju. "Og við hækkum móttökugjaldið til að ná núllinu í rekstrinum," segir hann. KB banki keypti verksmiðjuna á nauðungaruppboði í fyrra og rak um sinn með tapi, á meðan beðið var eftir því að rekstur hennar yrði tryggður. Bankinn gafst upp á biðinni í vor og lokaði verksmiðjunni. Síðan þá hefur þurft að urða sláturúrgang á Suðurlandi, en verksmiðjan tekur við úrgangi frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir það þýða kostnaðarauka fyrir félagið þegar verksmiðjan fer í gang að nýju og hefur nokkrar áhyggjur af skekktri samkeppnisstöðu kjötvinnsla og sláturhúsa á landinu. "Þó svo að öll ráðstöfun og umhverfismál eigi að vera í lagi, þá þarf það að gilda alls staðar. Það má ekki skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja með því að við fáum á okkur kostnað upp á tugi milljóna sem samkeppnisaðilar annars staðar á landinu þurfa ekki að bera af því þar eru hlutir gerðir með einhverjum allt öðrum og ófullnægjandi hætti," segir hann og bætir við að ef móttökugjald verksmiðjunnar fyrir sláturúrgang verði óheyrilegt, þá muni félagið reyna að leita annarra leiða með förgun. "Það er ekki hægt að bjóða þessum atvinnurekstri á Suðurlandi upp á að hann eigi að búa við allt önnur starfsskilyrði en aðrir," segir hann. Kjötmjölsvinnslan verður með svipuðu sniði og verið hefur en afurðir verksmiðjunnar eru urðaðar því engir markaðir eru fyrir mjölið. Erlendir markaðir urðu að engu eftir að kúariða komst í hámæli og svo starfar verksmiðjan líka á sauðfjárriðusvæði. Torfi Áskelsson segir þó unnið verða að því að finna nýja markaði fyrir mjölið.
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira