Erlent

Reyna að bjarga ungum dreng

Ástandið í Afganistan er grátlegt en þaðan berast þó stöku sinnum jákvæðar fréttir og hér er ein slík. Qudrat Ullah er fjórtán mánaða. Hann er með banvænan hjartagalla og foreldrar hans, sem búa við kröpp kjör í tjaldi í flóttamannabúðum í Kabúl, eygðu enga von um að bjarga lífi hans. Neyð Qudrat Ullah og foreldra hans vakti athygli bandarískra hermanna og nú hefur Rotary-klúbbur safnað peningum til að flytja hann til Bandaríkjanna. Þar mun hann gangast undir hjartaaðgerð sem er eina von hans til að halda lífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×