Innlent

Gagnsæi er réttarörygginu mikilvægt

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur
Á fyrstu mánuðum komandi árs stend­ur til að opna nýja heimasíðu héraðs­dóm­stóla landsins. Heimasíðan verður á vegum Dóm­stóla­ráðs, en undir það heyra dóm­stólarnir. Í kjölfarið verður í fyrsta sinn hægt að nálgast á netinu dóma allra hér­aðs­dóm­stólanna. Af hverju að birta dóma?Með birtingu dóma, og umfjöllun um þá, kemur í ljós hvort sam­ræmi sé á milli dóma í ámóta mál­um og hlýt­ur slíkt gagn­sæi að vera mikil­vægt rétt­ar­örygg­inu. Þá kemur í ljós hvort breytingar séu að eiga sér stað á dómaframkvæmd og við hverju fólk eigi að búast gerist það brotlegt við lög, eða hafi í hyggju að höfða mál. Brotalamir koma í ljósÞá getur umfjöllun um dóma einnig orðið til þess að þrýstingur frá almenn­ingi um breytta framkvæmd aukist. Svo sem þrýst­ing­ur um auknar eða væg­ari refsingar við ákveðnum tegundum brota. Þá getur umfjöllun um dómsmál leitt í ljós brotalamir í stoðkerfi sam­félags­ins, svo sem þegar ekki eru önnur úr­ræði fyrir hendi en að senda unglings­pilta í fangelsi til langs tíma með harð­svír­uð­um glæpa­mönnum, þegar viðkomandi ætti ef til vill betur heima á lokaðri deild fyrir ungmenni í vanda. Auknu gagnsæi fagnaðÁstæða er því til að fagna sérstaklega auknu gagnsæi sem birting dóma á net­inu kemur til með að hafa í för meðsér. Hingað til hefur Héraðsdómur Norður­lands eystra einn sýnt þann dug að birta dóma með þessum hætti. Því miður eru til dæmi um að einstakir dómarar hafi frekar tilhneigingu til að leggja stein í götu þeirra sem fjalla vilja um dóma, til dæmis með því að senda ekki út dagskrá héraðsdóma sem þá kostar mikla fyrirhöfn að nálgast, eða jafnvel láta ekki birtast í dagskrá dóma sem til stendur að kveða upp. Með framtaki dómstólaráðs á nýja árinu ætti slík framkoma brátt að heyra sögunni til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×