Innlent

Undirbúningur fyrir þingkosningar í Palestínu stöðvaður

Yfirkjörstjórn Palestínu hefur stöðvað allan undirbúning fyrir þingkosningarnar í janúar vegna árása á kosningaskrifstofur. Það eru Hamas-liðar sem gera árásirnar.

Það eru ungliðar Fatah hreyfingar Yassers Arafats, sem standa fyrir árásum á kosningaskrifstofurnar. Þeir unnu góða sigra í prófkjörum, en það er leiðtogi þeirra Mahmoud Abbas, sem tekur endanlega ákvörðun um hverjir frá að bjóða sig fram.

Ungliðarnir óttast að hinir eldri innan hreyfingarinnar muni ekki taka tillit til prófkjöranna, heldur velja gamalreynda flokksmenn til framboðs.

Undirbúningur undir kosningarnar tuttugasta og fimmta janúar hefur einkennst af átökum og vígaferlum.

Mahmoud Abbas hefur verið hvattur til þess að breyta reglum þannig að prófkjör verði látin gilda, en hann hefur engu svarað ennþá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×