Erlent

Flæði gass skoðað í New York

Vísindamenn á Manhattan í New York, létu skaðlaust, litlaust gas flæða um hluta borgarinnar á dögunum til að sjá hvernig og hvar það flæddi. Þetta gerðu þeir til að sjá hvar mikilvægast væri að koma fólki í burtu, ef efnaárás yrði gerð á borgina. Verkefnið sem unnið er fyrir Bandaríkjastjórn, stendur til ársins 2007, en vonast er til að hægt verði með þessu móti að koma í veg fyrir mikið mannfall ef borgin verður fyrir eiturefnaárás.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×