Discovery loks lent 9. ágúst 2005 00:01 Taugar eru víða þandar þessa stundina, en geimferjan Discovery er í lokaaðflugi að Edwards-flugherstöðinni í Kaliforníu. Þangað var henni beint eftir að veður hamlaði lendingu á Flórída. Rétt fyrir klukkan tólf setti áhöfn Discovery bremsuflaugar ferjunnar af stað og hófu aðflugið inn í gufuhvolf jarðar. Logandi eldhnöttur sást á himnum yfir Bandaríkjunum í kjölfarið en í þetta skipti sundraðist hann ekki eins og þegar Columbia sprakk í aðflugi, heldur þeystist sem leið lá yfir Bandaríkin að flugbrautinni í Kaliforníu. Áhöfn Discovery verður væntanlega heimkomunni fegin, þar sem hún hefur nú verið tveimur sólahringum lengur í geimnum en upphaflega stóð til auk þess sem vandræði og skemmdir á ferjunni hafa valdið því að ferjuflotinn var settur í flugbann í kjölfarið. Allt var þetta sýnt beint í sjónvarpi þó að ekki hafi allir treyst sér til að horfa, ef allt færi hugsanlega á versta veg. Dagblöð vestra greina frá foreldrum sem ætluðu að gæta þess vandlega að börnin þeirra fylgdust ekki með atburðarásinni í beinni útsendingu. Upphaflega stóð til að lenda á Flórída eins og venjulega en veðurskilyrði þar þóttu ekki hagstæð. Það kostar NASA rétt um milljón dollara að ferja Discovery frá Kaliforníu til Flórída á ný. Þó að allt hafi gengið að óskum í morgun er ljóst að geimferðaáætlun Bandaríkjanna hefur beðið hnekki; geimáhugamenn óttast að þetta þýði frestingu á ferðalögum til mars og félagsvísindamenn segja vandræði geimskutlunnar hafa neikvæð áhrif á þjóðarsálina á tímum þegar hún má síst við því. Minnst er á sögulega yfirlýsingu Johns F. Kennedys, þáverandi Bandaríkjaforseta, þess efnis að Bandaríkjamaður gengi á tunglinu fyrir lok sjöunda áratugar síðustu aldar sem dæmi um hvernig geimferðir jukiu sjálfstraust Bandaríkjamanna á erfiðum tímum í Kalda stríðinu. Hrakfarir Discovery og það sem virðist ráðaleysi NASA hafa að sama skapi neikvæð áhrif nú. Erlent Fréttir Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Taugar eru víða þandar þessa stundina, en geimferjan Discovery er í lokaaðflugi að Edwards-flugherstöðinni í Kaliforníu. Þangað var henni beint eftir að veður hamlaði lendingu á Flórída. Rétt fyrir klukkan tólf setti áhöfn Discovery bremsuflaugar ferjunnar af stað og hófu aðflugið inn í gufuhvolf jarðar. Logandi eldhnöttur sást á himnum yfir Bandaríkjunum í kjölfarið en í þetta skipti sundraðist hann ekki eins og þegar Columbia sprakk í aðflugi, heldur þeystist sem leið lá yfir Bandaríkin að flugbrautinni í Kaliforníu. Áhöfn Discovery verður væntanlega heimkomunni fegin, þar sem hún hefur nú verið tveimur sólahringum lengur í geimnum en upphaflega stóð til auk þess sem vandræði og skemmdir á ferjunni hafa valdið því að ferjuflotinn var settur í flugbann í kjölfarið. Allt var þetta sýnt beint í sjónvarpi þó að ekki hafi allir treyst sér til að horfa, ef allt færi hugsanlega á versta veg. Dagblöð vestra greina frá foreldrum sem ætluðu að gæta þess vandlega að börnin þeirra fylgdust ekki með atburðarásinni í beinni útsendingu. Upphaflega stóð til að lenda á Flórída eins og venjulega en veðurskilyrði þar þóttu ekki hagstæð. Það kostar NASA rétt um milljón dollara að ferja Discovery frá Kaliforníu til Flórída á ný. Þó að allt hafi gengið að óskum í morgun er ljóst að geimferðaáætlun Bandaríkjanna hefur beðið hnekki; geimáhugamenn óttast að þetta þýði frestingu á ferðalögum til mars og félagsvísindamenn segja vandræði geimskutlunnar hafa neikvæð áhrif á þjóðarsálina á tímum þegar hún má síst við því. Minnst er á sögulega yfirlýsingu Johns F. Kennedys, þáverandi Bandaríkjaforseta, þess efnis að Bandaríkjamaður gengi á tunglinu fyrir lok sjöunda áratugar síðustu aldar sem dæmi um hvernig geimferðir jukiu sjálfstraust Bandaríkjamanna á erfiðum tímum í Kalda stríðinu. Hrakfarir Discovery og það sem virðist ráðaleysi NASA hafa að sama skapi neikvæð áhrif nú.
Erlent Fréttir Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira