Erlent

Hermannaveiki lætur á sér kræla

Hermannaveiki er komin upp á ný á Østfold-fylki sunnan við Ósló en yfirvöld hafa staðfest að tveir menn séu smitaðir af legionellu-bakteríunni Annar hinna smituðu er fimmtugur maður frá Sarpsborg en hinn er áttræður og býr í Fredrikstad. Sá fyrrnefndi kenndi sér raunar fyrst meins í leyfi í Bandaríkjunum og því er ekki útilokað að hann hafi smitast þar. Sá áttræði hafði hins vegar hvergi farið. Að sögn Norska ríkisútvarpsins er helst talið að bakterían komi úr Borregaards-kæliturninum í Sarpsborg en hann var smituppsprettan í faraldrinum á svæðinu í vor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×