Erlent

Kórea verði kjarnorkuvopnalaus

Talsmaður Hvíta hússins segir góðan árangur hafa náðst í viðræðum sem miða að því að fá Norður-Kóreumenn til að falla frá kjarnorkuáætlun sinni. Hann segir almennt samkomulag hafa náðst um að Kóreuskagi eigi að vera kjarnorkuvopnalaus. Viðræður um málið munu halda áfram þann 29. ágúst og eru menn bjartsýnir um að samkomulag náist. Ásamt Kóreuríkjunum tveimur og Bandaríkjunum taka Kínverjar, Japanir og Rússar þátt í viðræðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×