Innlent

Verkfall vofir yfir á Akranesi

Starfsemi leikskóla og fleiri stofnana á Akranesi raskast verulega ef verkfall um 150 félagsmanna í Starfsmannafélagi Akraness skellur á, á miðnætti á sunnudaginn, eins og útlit er fyrir. Starfsmenn Akranesbæjar kolfelldu kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu í gær, með 75 prósentum atkvæða, aðallega vegna óánægju með starfsnám. Síðdegis samþykkti bæjarráð Akraness að skora á launanefndina og starfsmannafélagið að ná sem fyrst samkomulagi. Bæjarráð beinir jafnframt þeirri ósk sinni til stjórnar starfsmannafélagsins að fresta boðuðu verkfalli um viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×