Innlent

Íslendingar stela mestu

„Við komum nokkuð vel út þegar litið er til heildarrýrnunar, en þegar skipt er í þessa þrjá hópa, þjófnað starfsfólks, viðskiptavina og starfsfólks heildsölu, þá erum við efstir þessara 25 þjóða,“ segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Af þeim 25 löndum sem tóku þátt í könnuninni, er Bretland í öðru sæti á listanum yfir þennan vafasama heiður, og síðan koma Pólland og Slóvakía. Þetta er fimmta árið í röð sem breska fyrirtækið Centre for Retail Research gefur út skýrslu sem þessa, en í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt. Sigurður segist ekki vita hversu margir verslunareigendur tóku þátt í könnuninni. Samkvæmt skýrslunni, er algengast að fólk steli rúmfötum, geisladiskum, vítamínum, filmum, fatnaði, sólgleraugum, snyrtivörum og fleiru. Samtök verslunar og þjónustu munu halda opinn morgunverðarfund um skýrsluna á Hótel Grand næstkomandi þriðjudagsmorgun klukkan átta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×