Innlent

Dýpsta höfn landsins

MYND/Reyðarfjörður
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vígir dýpstu höfn landsmanna á morgun. Höfnin, sem er 14,5 metra djúp og 380 metra breið, er ný álvershöfn Reyðfirðinga. Þó höfnin hafi enn ekki verið vígð formlega hafa nokkur stór skip lagt þar að undanfarið. Þær skipakomur hafa þó gengið misjafnlega vel enda hefur í tvígang verið siglt á bryggjuna og hún skemmst nokkuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×