Innlent

Remúlaði innkallað vegna örveru

Bónus hefur innkallað svokallað Bónus-remúlaði vegna þess að örverutegund í vörunni er yfir viðmiðunarmörkum. Um er að ræða túbur sem hafa „best fyrir" dagsetninguna 09.01.06. Ekki er talið að remúlaðið geti verið hættulegt fólki en þó þykir ástæða til að biðja þá sem keypt hafa vöruna um að skila henni til verslana Bónuss. Krydd sem notað var í remúlaðið reyndist innihalda örveruna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×