Innlent

Stækkun höfuðstöðva Íslandsbank

Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að Steinunn Valdís Óskarsdóttir gangi til viðræðna við fasteignafélagið Klasa, sem er í eigu Íslandsbanka og Sjóvá um kaup á Borgartúni 41, sem er Strætó reiturinn. Klasi sendi borgarstjóra bréf 23. september þar sem var óskað eftir þessum viðræðum. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að uppbyggingu ljúki á þremur árum og þarna verði blönduð byggð skrifstofubygginga og íbúða. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Klasa, segir að verið sé að líta til þess að á þessu svæði sé hægt að stækka höfuðstöðvar Íslandsbanka. Ragnar segist reikna með að kaupverðið miði við markaðsverð og stuðst verði við verð á góðum lóðum. Í samningaviðræðunum verður rætt um flutning Strætó, en Klasi boðaði í bréfi sínu að þeim flutningi verði lokið fyrir vorið 2006. Ragnar segir Klasa hafa bent á nokkra kosti fyrir nýja staðsetningu Strætó. Fýsilegasti kosturinn sé líklega við Vogana, þar sem gamla áhaldahús Reykjavíkurborgar var.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×