Erlent

Hlekktist á í flugtaki í Súdan

Farþegaflugvél hlekktist á í flugtaki í Kartúm, höfuðborg Súdans, í morgun með þeim afleiðingum að að minnsta kosti fimm létust og tveir slösuðust. Flugvélin var í flugtaki þegar flugmanni mistókst að koma henni á loft. Þurfti hann því að nauðhemla en við það kviknaði í öðrum hreyflinum og í kjölfarið fór vélin á hliðina. Vélin, sem er af gerðinni Antonov, var á leið til Darfur-héraðs og voru um 40 manns í henni en ekki er enn ljóst hvort meirihluti farþega slapp ómeiddur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×