Erlent

Á leið í heimsókn til Bush?

Maður nokkur sem átti leið hjá Hvíta húsinu í Washington í gær ákvað að skella sér í heimsókn til forsetans. Hann klifraði því yfir girðinguna og gekk upp að húsinu. Maðurinn komst þó ekki langt því öryggisverðir og lögreglan gripu manninn aðeins örfáum skrefum frá girðingunni og var hann handtekinn. Ekki er nákvæmlega vitað hvað manninum gekk til en George Bush Bandaríkjaforseti var heima en upptekinn á skrifstofu sinni að funda með forseta Suður-Afríku, Thabo Beki, og hefði því hvort eð er ekki haft tíma til að tala við manninn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×