Erlent

Vilja ekki konur á bak við stýrið

Pólitískt stormviðri geisar nú í Sádi-Arabíu vegna vangaveltna um hvort rétt sé að leyfa konum að aka bíl. Allt hófst þetta með því að Mohammad al-Zulfa, fulltrúi á ráðgjafarþingi Sádi-Arabíu, stakk upp á að skoðaðir yrðu kostir þess og gallar að konur fengju að aka bíl en slíkt er stranglega bannað í landinu. Síðan þá hefur al-Zulfa orðið fyrir miklu aðkasti og vilja sumir ganga svo langt að svipta hann ríkisborgararétti. Stuðningsmenn bannsins segja að það komi í veg fyrir að konur geti komist eftilitslaust þangað sem þær vilja og jafnvel brotið íslömsk lög í leiðinni. Árið 1990 fóru nokkrar sádi-arabískar konur í ökuferð í mótmælaskyni en voru handteknar fyrir vikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×