Vilja fjármuni til varnar MÓSU 2. júní 2005 00:01 Vá er fyrir dyrum á Norðurlöndum vegna mikillar aukningar á fjölónæmum bakteríum, ef ekki verður að gert. Þetta er niðurstaða vinnuhóps norrænna sýklafræðinga og smitsjúkdómalækna. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss, segir þetta ekki koma á óvart því menn hefðu vitað hvert stefndi. Í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að staðan er langverst í Finnlandi. Hér á landi var ástandið nokkuð stöðugt á árunum 1986-1999 með 0-5 ný tilvik á ári. Aukningar á þessum fjölónæmu bakteríum varð vart hér á árunum 2000-2002, en á næstu tveimur árum fækkaði sýkingum aftur. Á þessu ári hefur MÓSA-sýkingum fjölgað hér á nýjan leik og á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru þau orðin 16 á móti 8 í fyrra. "Ef ekkert yrði gert að frekar en við gerum í dag, myndum við enda líkt og hinar Evrópuþjóðirnar sem eru í verulegum vandræðum með þessa bakteríu," sagði Karl. "Við viljum ekki fara í það far því þegar þessar bakteríur eru einu sinni orðnar landlægar á spítölum er mjög erfitt að uppræta þær." Karl sagði að vinnuhópurinn hefði sent niðurstöður sína til heilbrigðisyfirvalda allra Norðurlandanna. "Tilgangurinn er að fá stjórnmálamenn og almenning í lið með okkur," sagði hann enn fremur. "Það mun kosta meiri peninga að halda í horfinu en við erum að eyða í varnir í dag. Það þarf að samhæfa reglurnar milli Norðurlandanna. Það þurfa að vera skýrar reglur um leit og einangrun á MÓSA-tilfellum. Aðstæður eru víða slæmar. Það skortir einangrunarherbergi á sjúkrahúsum og samræmda eftirfylgni með reglunum." Karl kvaðst ekki geta sagt til um hver kostnaðurinn gæti orðið við nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Í hugmyndum um nýtt sjúkrahús LSH væri gert ráð fyrir einmenningsherbergjum að stærstum hluta, sem væri mjög þýðingarmikið. Fram að því þyrfti að gera ráð fyrir kostnaðarsömum aðgerðum til að mynda með leit að MÓSA-bakteríunni, einangrunarvist fyrir þá sem væru með hana og jafnvel að loka deildum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk í neyslu úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Vá er fyrir dyrum á Norðurlöndum vegna mikillar aukningar á fjölónæmum bakteríum, ef ekki verður að gert. Þetta er niðurstaða vinnuhóps norrænna sýklafræðinga og smitsjúkdómalækna. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss, segir þetta ekki koma á óvart því menn hefðu vitað hvert stefndi. Í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að staðan er langverst í Finnlandi. Hér á landi var ástandið nokkuð stöðugt á árunum 1986-1999 með 0-5 ný tilvik á ári. Aukningar á þessum fjölónæmu bakteríum varð vart hér á árunum 2000-2002, en á næstu tveimur árum fækkaði sýkingum aftur. Á þessu ári hefur MÓSA-sýkingum fjölgað hér á nýjan leik og á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru þau orðin 16 á móti 8 í fyrra. "Ef ekkert yrði gert að frekar en við gerum í dag, myndum við enda líkt og hinar Evrópuþjóðirnar sem eru í verulegum vandræðum með þessa bakteríu," sagði Karl. "Við viljum ekki fara í það far því þegar þessar bakteríur eru einu sinni orðnar landlægar á spítölum er mjög erfitt að uppræta þær." Karl sagði að vinnuhópurinn hefði sent niðurstöður sína til heilbrigðisyfirvalda allra Norðurlandanna. "Tilgangurinn er að fá stjórnmálamenn og almenning í lið með okkur," sagði hann enn fremur. "Það mun kosta meiri peninga að halda í horfinu en við erum að eyða í varnir í dag. Það þarf að samhæfa reglurnar milli Norðurlandanna. Það þurfa að vera skýrar reglur um leit og einangrun á MÓSA-tilfellum. Aðstæður eru víða slæmar. Það skortir einangrunarherbergi á sjúkrahúsum og samræmda eftirfylgni með reglunum." Karl kvaðst ekki geta sagt til um hver kostnaðurinn gæti orðið við nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Í hugmyndum um nýtt sjúkrahús LSH væri gert ráð fyrir einmenningsherbergjum að stærstum hluta, sem væri mjög þýðingarmikið. Fram að því þyrfti að gera ráð fyrir kostnaðarsömum aðgerðum til að mynda með leit að MÓSA-bakteríunni, einangrunarvist fyrir þá sem væru með hana og jafnvel að loka deildum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk í neyslu úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira