Erlent

Skriður valda tjóni í Kaliforníu

Skriða féll á nokkur glæsilegustu húsin á Laguna-strönd í Kaliforníu í gærdag. Enginn lést en fimm menn meiddust lítillega. Hátt í tuttugu hús eru talin algerlega ónýt og nokkur hús til viðbótar skemmdust mikið. Um eitt þúsund manns í um 500 öðrum húsum búa á svæðinu og var fólk látið yfirgefa svæðið í varúðarskyni. Gera má ráð fyrir að um hundruð milljóna króna tjón sé að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×