Erlent

Bjargað við strendur Kostaríku

Bandarískum ferðamanni var bjargað við strendur Kostaríku í gær eftir að lítil flugvél hans hrapaði í sjóinn, en maðurinn hafði þá verið tæpan sólarhring í sjónum. William Slater var einn sex manna sem saknað hafði verið frá því flugvél hans hvarf af ratsjá á þriðjudag. Hinna farþeganna er enn leitað en menn eru þó orðnir vonlitlir um að fólkið finnist á lífi. Þetta er annað flugslysið á nokkrum dögum á Kostaríku en þrír fórust er lítil vél hrapaði til jarðar á föstudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×