Erlent

Fimmtán látnir í þremur tilræðum

Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látist í þremur sprengjutilræðum í Írak í dag. Um bílsprengjur var að ræða í öllum tilfellum. Suður af Kirkuk létust níu þegar sprengja sprakk við veitingastað þar sem lífverðir aðstoðarforsætisráðherra Íraks voru. Þá létu tveir óbreyttir borgarar lífið þegar sjálfsmorðstilræðismaður sprengdi sig í loft upp í bíl í Kirkuk í morgun og háttsettur írakskur embættismaður og þrír lífverðir hans létust er bílsprengja sprakk norður af Bagdad. Alls hafa um 1700 bandarískir hermenn fallið síðan Íraksstríðið hófst í mars 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×