Erlent

400 palestínskum föngum sleppt

Um 400 palestínskum föngum var sleppt úr ísraelsku fangelsi í morgun og er þetta liður í stefnu Ísraelsmanna til að halda friðinn milli þjóðanna tveggja. Um eitt hundrað af þeim föngum sem sleppt var voru dæmdir í fimm ára fangelsi eða meira en flestir þeirra höfðu aðeins afplánað brot af þeim tíma. Ísraelar hafa til þessa ekki viljað hleypa mönnum úr fangelsum sínum nema þeir hafi afplánað að minnsta kosti tvo þriðju tímans. Þessi ákvörðun þeirra er talin muni styrkja sambandið milli Ísraels og Palestínu en alls hefur Ísralesstjórn nú látið um 900 fanga lausa úr fangelsum sínum frá því í febrúar þegar hún lofaði að gera svo í þágu friðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×