Erlent

Átta látnir úr hermannaveiki

Fimmtíu manns sýktust í hermannaveikifaraldrinum í Fredrikstað í Noregi. Þar af eru átta látnir. Komið hefur í ljós að banabein tveggja sjúklinga sem létust á Östfold-sjúkrahúsinu í Fredrikstað nokkrum dögum áður en faraldurinn reið yfir var hermannaveiki. Á síðasta sólahring hafa tveir komið á sjúkrahúsið með veikina. Tveir sjúklingar eru liggja enn þungt haldnir á stofnuninni af hennar völdum og er öðrum þeirra haldið sofandi í öndunarvél.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×