Erlent

Smáhveli synda á land í Ástralíu

Um 160 smáhveli syntu á land á suðvesturströnd Ástralíu í morgun. Hundruð manna reyna að ýta þeim aftur á haf út, hvort tveggja með handafli og vinnuvélum. ´Tekist hefur að halda þeim öllum á lífi hingað til en mörg berjast mjög fyrir lífi sínu. Ástæða þess að hvalir synda í land er ekki þekkt. Því hefur meðal annars verið haldið fram að ef eitt dýr syndi fyrir slysni í land fylgi hin á eftir í nokkurs konar björgunarleiðangri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×