Sport

Þeir myndu vilja mína stöðu

Alex Ferguson og Arsene Wenger myndu vilja skipta um sæti við mig. Þetta lét Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafa eftir sér á dögunum þrátt fyrir að Chelsea hafi verið slegið út úr FA Cup bikarnum af Newcastle og tapað gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu, 2-1. Mourinho þverneitaði fyrir að liðið væri á niðurleið og að Arsenal og Manchester United gætu nýtt sér það. "Þeir geta ekki talað um að við séum á leið inn í einhvern öldudal. Liðin tvö eru ekkert í betri stöðu en við," sagði Mourinho. "Langar þeim að skipta um stöðu við okkur? Við erum á toppnum í deildinni með níu stiga forystu og erum að auki komnir í úrslitin í Carling Cup bikarnum. Það eina sem þessi lið geta státað af er FA Cup úrslitin. Chelsea er enn með bestu stöðuna af þessum þremur liðum í Meistaradeildinni. Við töpuðum einum mikilvægum leik í vikunni - það var gegn Newcsatle. Við erum bara undir 2-1 í hálfleik gegn Barcelona." Aðspurður hvort að brúðkaupsferðalag Chelsea og Mourinho væri á enda sagði Spánverjinn, kokhraustur: "Ég hef átt 20 ár af brúðkaupsferðalögum með konunni minni. Ef sá dagur kemur að þetta félag er ekki ánægt með mig, þá fer ég mína leið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×