Sport

Úrslitaleikur fer fram innandyra

Enska knattspyrnusambandið staðfesti á dögunum að úrslitaleikur Carling Cup bikarkeppninnar færi fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff í Wales. Vegna slæmrar veðurspár fyrir helgina mun leikvanginum, sem er stórglæsilegt mannvirki, verða lokað og fer því leikurinn fram innandyra. Leiknum er beðið með mikilli eftirvæntingu og er uppselt á viðureignina. Liverpool eygir von um að næla sér í sinn fyrsta titil undir stjórn knattspyrnustjórans Rafael Benitez. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn kl.14.45 á sunnudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×