Fækkun í herliðum á næsta ári 10. júlí 2005 00:01 Bandaríkjamenn og Bretar ætla að fækka um helming í herliði sínu fyrir mitt næsta ár, samkvæmt leyniskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, sem lekið hefur verið í fjölmiðla. Átján fórust og yfir fjörutíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad í morgun. Árásin var gerð á skráningarstöð nýliða fyrir írakska herinn. Þetta er mannskæðasta árásin í Írak í þessari viku, en vikan þykir raunar hafa verið hlutfallslega róleg. Al-Qaeda í Írak lýsti árásinni þegar í stað á hendur sér. Þrír fórust í annarri sjálfsmorðsárás í morgun í borginni Kirkúk og tíu særðust. Í Kirkúk hefur verið mikil spenna milli ólíkra þjóðarbrota en svæðið er auðugt af olíu og vilja allir fá yfirráð yfir því. Í Mósúl voru fjórir lögreglumenn drepnir og þrír særðust þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á bílalest lögreglustjórans þar. Ófriðurinn heldur því áfram en þrátt fyrir það stefna Bandaríkjamenn og Bretar að því að kalla um helming herafla síns í Írak heim fyrir mitt næsta ár, samkvæmt leynilegri skýrslu breska varnarmálaráðuneytisins sem lekið var til fjölmiðla. Sem stendur eru átta þúsund breskir hermenn í Írak, en um mitt næsta ár er stefnt að því að þeir verði aðeins þrjú þúsund og fimm hundruð. Sextíu og sex þúsund bandarískir hermenn yrðu eftir í stað hundrað sjötíu og sex þúsunda nú. Í skýrslunni, sem sögð er frá varnarmálaráðherranum John Reid, kemur fram að varnarmálaráðuneytið í Washington vilji sjá mikinn niðurskurð meðan aðrir í fjölþjóðaliðinu vilji fara sér hægar. Bandarískir hershöfðingjar í Írak munu vera á sömu skoðun. Ennfremur kemur fram að Bandaríkjamenn telji fært að færa Írökum stjórnina í fjórtán af átján héruðum fyrir mitt næsta ár. Talsmenn varnarmálaráðuneytisins í Washington segjast ekkert kannast við málið. Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Bandaríkjamenn og Bretar ætla að fækka um helming í herliði sínu fyrir mitt næsta ár, samkvæmt leyniskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, sem lekið hefur verið í fjölmiðla. Átján fórust og yfir fjörutíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad í morgun. Árásin var gerð á skráningarstöð nýliða fyrir írakska herinn. Þetta er mannskæðasta árásin í Írak í þessari viku, en vikan þykir raunar hafa verið hlutfallslega róleg. Al-Qaeda í Írak lýsti árásinni þegar í stað á hendur sér. Þrír fórust í annarri sjálfsmorðsárás í morgun í borginni Kirkúk og tíu særðust. Í Kirkúk hefur verið mikil spenna milli ólíkra þjóðarbrota en svæðið er auðugt af olíu og vilja allir fá yfirráð yfir því. Í Mósúl voru fjórir lögreglumenn drepnir og þrír særðust þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á bílalest lögreglustjórans þar. Ófriðurinn heldur því áfram en þrátt fyrir það stefna Bandaríkjamenn og Bretar að því að kalla um helming herafla síns í Írak heim fyrir mitt næsta ár, samkvæmt leynilegri skýrslu breska varnarmálaráðuneytisins sem lekið var til fjölmiðla. Sem stendur eru átta þúsund breskir hermenn í Írak, en um mitt næsta ár er stefnt að því að þeir verði aðeins þrjú þúsund og fimm hundruð. Sextíu og sex þúsund bandarískir hermenn yrðu eftir í stað hundrað sjötíu og sex þúsunda nú. Í skýrslunni, sem sögð er frá varnarmálaráðherranum John Reid, kemur fram að varnarmálaráðuneytið í Washington vilji sjá mikinn niðurskurð meðan aðrir í fjölþjóðaliðinu vilji fara sér hægar. Bandarískir hershöfðingjar í Írak munu vera á sömu skoðun. Ennfremur kemur fram að Bandaríkjamenn telji fært að færa Írökum stjórnina í fjórtán af átján héruðum fyrir mitt næsta ár. Talsmenn varnarmálaráðuneytisins í Washington segjast ekkert kannast við málið.
Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira